Molabola with Mundi Vondi in Seydisfjordur 23 JUL 2009 Molabola 17 Júlí 2009

Sjálfstæðisyfirlýsing Molabolu Við lýsum hér með yfir sjálfstæði ríkis sem við nefnum Molabola. Eyjan Molabola er staðsett í lóninu við minni fjarðarár í Seyðisfirði. Við höfnum stjórnmálatengslum við Ísland og höfum samið eigin stjórnarskrá. Við óskum eftir samstarfi við Íslendinga í náttúruverndar, menntunar og menningarmálum. Við teljum okkur geta lifað í sátt og samlyndi við nágrannaþjóð okkar. Þar sem Íslendingar og Molabolar eru frændþjóðir höfum ákveðið að hjálpa Íslendingum að borga niður Icesave skuldir með vaxtarlausum lánum. Við hörmum fjárhagsvanda Íslensku þjóðarinnar og vonum að hún leysi hann fljótt. Við höfum ákveðið að sæka um aðild að Evrópusambandinu og vonum að Íslenska þjóðin taki okkur til fyrirmyndar í þeim efnum og geri slíkt hið sama. Við erum fámenn þjóð og getum ekki barist við stórþjóðir sem Ísland á jafnréttisgrundvelli og teljum að stríð séu frumstæð og kjánaleg. Við mælum því með vopnahléi í tilvonandi deilum um eignarrétt. Með von um gagnkvæma virðingu og vináttu. Virðingafyllst Snorri Ásmundsson Guðmundur Hallgrímsson aka Mundi Vondi